Almenn félagsfræði glósur minar PDF

Title Almenn félagsfræði glósur minar
Author sara olsen
Course Almenn félagsfræði
Institution Háskóli Íslands
Pages 56
File Size 1.7 MB
File Type PDF
Total Downloads 75
Total Views 118

Summary

Glósur úr tímum...


Description

Almenn félagsfræði 1. og 2. Kafli í Sociology C. Wright Mills – Félagsfræðileg innsýn (The sociological imagination) • Upplifun einstaklinga er takmörkuð • Samanburður leiðir í ljós áhrif félagslegs samhengis o þá sést hve einstaklingurinn hefur í raun oft litla stjórn á eigin lífi • Persónuleg vandræði vs. almenn málefni (Personal troubles vs. public issues) Emile Durkheim um viðfangsefni félagsfræðinnar • Reyndi að stika út félagslega svið veruleikans (the social level of reality) • Hann kallaði þetta „félagslegar staðreyndir“ (social facts) – Hegðunarmynstur, hugmyndir (oft tilfinningahlaðnar) sem eiga sér tilvist óháð hverjum einstaklingi • T.d. hefðir, siðir, trúarbrögð, hlutverk, reglur, mynsturbundin tengsl/samskipti – félagslegar saðreyndir þekkjast á því að • Þær þvinga, setja skorður, félagsleg viðurlög (sanctions) • Eiga sér sjálfstæða tilvist fyrir utan einstaklinginn • Eru útbreiddar í hópnum • •

Heildin er stærri en summa partanna – Makró ≠ Míkró Durkheim sagði: Eigum að skoða hlutlæg birtingaform félagslegra staðreynda (pósitífismi) – T.d. tíðni sjálfsvíga, hegningarlögin, trúarlífið

Richard Jenkins (í leshefti) • Félagsfræðingar eru forvitnir um allar aðstæður þar sem fólk kemur saman • Við skoðum kunnuglegar / hversdagslegar / venjulegar aðstæður með öðrum augum en venjulega – Hvernig er tengslum fólks háttað? • Hvernig eru þau stofnanabundin? – Hvernig móta „félagslegir þættir“ atferli einstaklinga? – Hvernig gefur fólk tilverunni sameiginlega merkingu? – Skoðum það sem er reglubundið/endurtekið í mannlegri tilveru •

1

Ólíkar nálganir á hvað félagsfræði er/á að gera – Skoða einstaklinga vs. stærri hópa (smb. míkró vs. makró) – Skýra orsakir atferlis vs. skoða túlkun atferlis – Vera hlutlaus/vísindaleg vs. stuðla að breytingum – Nota töluleg gögn vs. innsýn á vettvangi – „that sociology . . . is a broad church, short on articles of faith or consensus about its practices, seems to me to be a good rather than a bad thing“



Rætur félagsfræði liggja í viðleitni til þess að skilgreina og útskýra „nútímavæðinguna“ – Framrás kapítalisma, iðnvæðing, framleiðsluaukning – Skynsemisvæðing, hnignun trúarbragða, framþróun regluveldis – Stækkun borga og þéttbýlisvæðing – Framþróun lýðræðis og borgaralegra réttinda – Breytt lagskipting, stéttaskipting – Fólksflutningar á stórum skala, frá einsleitni til margbreytileika – Þéttýlis-þjóðríkismenning „ræðst á“ jaðarsvæði

Giddens (í leshefti) • Giddens lítur svo á að félagsfræði geti ekki verið eins og náttúruvísindin – Jú, við eigum að þróa kenningar og safna gögnum, en samfélagið er alltaf í þróun – mannlegt atferli viðheldur samfélaginu en breytir því líka! – Félagsfræði hefur „subversive character“ (sumir nota orðið „debunking“ þ.e. félagsfræðin afhjúpar vandamál, óréttlæti, osfrv.) – „sociology deals with problems of such pressing interest to us all (or should do), problems which are the objects of major controversies and conflicts in society itself, that it has this character“ – „sociology can not remain a purely academic subject, if ‚academic‘ means disinterested and remote scholarly pursuit“ Félagslegar staðreyndir - á nútímamáli • Félagsleg formgerð (social structure) – Kerfisbundin félagsleg samskipti / Kerfisbundin tengsl milli eininga samfélagsins • Milli einstaklinga • Milli skipulagsheilda (organizations) o.s.frv. • Menning (culture) – Tungumál – Félagsleg viðmið (social norms), hlutverk (social roles) og félagslegt taumhald (social control) – Hugmyndir, skoðanir (beliefs), gildi (values) – Habitus, venjur, hæfni, færni – Menning sem lærð (í gegnum félagsmótun), „sjálfgefin“ – Menning og atferli einstaklinga: mótar atferli vs. tool-kit (Ann Swidler) • Félagsleg stofnun (social institution) – Viðvarandi, skipulegt kerfi félagslegs atferlis, sem hefur tiltekinn, almennt viðurkenndan tilgang • Tiltekin stofnun samanstendur af margvíslegum normum og hlutverkum (t.d. skólinn, fjölskyldan) menning heldur félagslegu formgerðinni saman 2

við lærum þessa gildi, færni, við mig og hlutverk í gegnum félagsmótun, (foreldrar, afa og ömmur, skólakerfið, fjölmiðla og samskipti við annað fólk) Allt lært við að umgangast aðra. Menningin er gerfin, göngum inn í menningu esm gefur okkur ákveðin gildi. Sjáum hvernig gildi, tíska og samfélagið er öðruvisi þegar við göngum inn í aðra menningu, en þeir sem búa þar sjá það sem sjálfgefið. hinsvegar er hægt að horfa á menningu sem verkfæratösku (tool-kit), hún stýrir okkur ekki algjörlega en gefur okkur tólin til að takast við ákv aðstæður. Flokkun kenninga í félagsfræði • Virknikenningar (functionalist theories, functionalism) – Dæmi: Emile Durkheim, Robert Merton, James Coleman • Átakakenningar, gagnrýnar kenningar (conflict theory, critical theory) – T.d. Karl Marx, Gramsci, ýmsar útgáfur af femínisma • Túlkunarhyggja, táknbundin samskipti (interpretive social science, symbolic interactionism, social constructionism) – T.d. George H. Mead, Erwing Goffman • Eftir-nútímahyggja (post-modernism) – Í félagsfræði: post-structuralism (t.d. M. Foucault) mismunandi skoðanir á hvernig á að skoða samfélagið/félagsfræðinnar hægt að segja að virknikenningar horfa jákvæðnari á samfélagið heldur en átakakenningar, Líkt virknikenningunni við líkamann, ef eitt bilar í likamanum hefur það áhrif á kerfið, rétt eins og samfélagið. Atakakenningar eru miklu meira gagnrýnar á samfélagið túlkunarhyggja: skoða samfélagið i´gegnum smásjá í stað að skoaða einungis bara heild.

3

Virknihyggjunálganir 3. kafli í Sociology Emile Durkheim - Verkaskiptingin í sögulegu ljósi – tilurð einstaklingshyggju o Einsleitur vs. margleitur reynsluheimur – „samvitundin“ (collective consience)  Hlutverk átrúnaðar (sjá næstu glæru) í samfélaginu veikist o Breytingar á félagslegum viðmiðum og hlutverkum o Breyttur grundvöllur fyrir félagslega samstöðu (social solidarity)  Vélræn eining (mechanical solidarity) vs. lífræn eining (organic solidarity) - En það eru vandamál sem eiga sér rætur í þessum breytingum  Siðrof (anomie)  hraðar félagslegar breytingar (t.d. uppgangstímar og kreppur)  veiking hefðbundinna stofnanna (t.d. hjónabandsins) og uppgangur markaðshagkerfis  ójöfnuður í formgerð tækifæra rímar ekki við hugmyndir um jöfn tækifæri  Siðrof (anomie) ástand skapast, álag (strain) á einstaklingana með minni bjargir sem kikna undan álaginu að ná í gæði samfélagsins, bogna, jafnvel brotna o anomie er ástand sem gerir það að verkum að við eigum í vandræðum, ekki einungis einstaklingar heldur lika hópa fólks sem eiga í vandræðum. Stófeldar breytingar. o Rannsókn á sjálfsvígum

sameiginleg gildi og norm, sameiginlegar hugmyndir sem er grundvöllum fyrir samstöðu í samfélaginu. Þessi gildi og nomr gefa okkur tilgang í lífinu, en ef ehv er í ólagi, hluti í kerfinu virkar ekki saman, þá er hætta á að ehv slæmt gerist í stórum skilningi þess. Hvað gerist þegar samfélagið breytist?

Verkskipting reynsluheimur sameiginlegar hugmyndir

Fortíð Lítil Einsleitur Sterkar

svigrúm einstaklinga

Lítið

4

Nútíð Mikil Margbrotinn veikari hugmyndir, veikari hugmyndir um hvað má og má ekki meira svigurúm fyrir einstaklinga að vera öðrusvisi

samstaða

Mikil

háð hvert öðru

lífræn eining er meira fljótandi einangrun í borgarsamfélagi, hætta á að týnast i fjöldanum í stórborgum. gildi samfélagsins að allir eigi að geta haf sömu tækifæri, en svo upplifa eintaklingar í samfélaginu að það er ekki þannig, ákveðnir veggir og hindranir.

Durkheim og átrúnaður • Skilgreining átrúnaðar (algild) – Hugmyndir og athafnir sem snúast um helga (sacred) vs. hversdagslega (profane) hluti – Helgisiðir (ritual) => efla samstöðu (styrka „samvitundina“) Með hans orðum: A religion is a unified system of beliefs and practices relative to sacred things, that is to say, things set apart and forbidden – beliefs and practices which unite, into one single moral community called a Church, all those who adhere to them (bls 114 í The essence of religion) Útfærsla Roberts Mertons á siðrofskenningu Durkheims - Kenning um afbrot og siðrof – Menningarbundin markmið (cultural goals) – Lýðræðishugsjónir, jafnréttishugsjónir • Áskipaðar vs. áunnar stöður – Misskipting tækifæra, ójöfnuður – Togstreita milli markmiða og leiða • Eykur hættu á siðrofi (anomie) - Aðlögunarhættir (næsta slæða): hvað gerir fólk í þessum aðstæðum – Rannsóknir úr samtímanum – Tilgáta: Ójöfnuður eykur ofbeldisbrotatíðni • Innan USA: Blau og Blau (1982, American Sociological Review) • Samanburður á lýðræðisríkum og ólýðræðislegum ríkjum: Krahn, Hartnagel og Gartrell (1986, Criminology) – fyrri tilgáta: Á svæðum þar sem efnahagslegur ójöfnuður er mikill ætti tíðni ofbeldisglæpa að vera meiri, vegna jafnréttishugsanna þá veldur ójöfnuður útbreiddri pirringi og reiði – seinni tilgáta: á svæðum þar sem ójöfnuður milli svartra og hvítra er mikil ætti tíðni ofbeldisglæpa að vera mikil því fleiri sem eru fátækir, stærri hluti þjóðfélagsfræði eru fátækir, bera þeir sig við aðra i kringum sig en ekki 1% í samfélaginu: relative deprivation (afstæð depurð/skortur) kenning mertons byggir á þessum grundvallar orsökum 5

-

-

-

-

markmið einstaklinga eru menningarlega skilgrein, tilgangur okkar, vonir, væntingar og hagsmunir eru menningarlegt fyrirbær. Fáum þessar hugmyndir í gegnum t.d. foreldra okkar, bæði beint og óbeint í gegnum lífstíl foreldra okkar. Fáum það lika frá fjölmiðlum, miðla til okkar ákveðnum stöðlum, hvað ar flott og æskilegt. Segjir frá fræða og fallega ríka fólkinu. Fjölmiðlar gefa okkur mælikvaðra á hverju við eigum að sækjast eftir. á sama tima og það er mikilvægt að eiga peninga, þá eiga allir að leitast eftir sömu markium, að græða peninga t.d. Ef ég er dugleg þá næ ég árangri í samfélaginu, ef ég er dugleg.. þetta eru gildin og hugmyndirnar. • hægt að vísa hutökunum í áskipaðar vs. áunnar stöður. Áskipaðar stöður setur okkur í ehv farveg, stétt. Ef ég fæðist í fjölskildu í góðri stöðu er ég með forskot í samfélaginu. Oft réttlæting á stéttamismunun, þeir sem fæðast fátækir “eiga“ að vera fátækir. Búið að ákveða fyrirfram hvaða tækifæri þú hefur í lífinu. • sum samfélög eru með hugmyndir um áunnar stöður, með því að vera duglegur en ekki hvar þú fæddist. BNA eru með þessa hugmyndafræði, allir eiga séns ef þú ert duglegur, þeir sem ná ekki góðri stöðu eru bara latir, fæðingaruppruni á ekki að skipta máli í bandarísku samfélagi. En þetta eru hugmyndir sem fólk elst upp í, Ameríski draumurinn Það sem Merton bendir á að þetta er ekki þannig þegar maður elst upp í samfélagi þar sem þetta er markmiðið, að vera duglegur = verða ríkur, en samfélagið virkar ekki þannig er dæmi um siðrof. Ekki jafnvægi um markmið samfélagsins og veginum að markmiðinnu. Kemst ekki í skóla vegna peninga etc,. Siðrofið er að fólk er í þessum aðstæðum, að fá ekki break þrátt fyirir að gildi samfélagsins er að allir eiga að fá það • viðvarandi ójöfnuður í bandarísku samfélagið, sumir fæðast með silfurskeið í munni en aðrir eru með mjög makmarkaða möguleika fólk hvatt til að bera sig saman við þá sem eru áberandi í samfélaginu

Aðlögunarhættir (tafla) Aðlögunarhættir 1. Hlýðni

Menningarbundin markmið +

Lögmætar leiðir að markmiðum +

2. Nýbreytni (frávik) 3. Ritúalismi

+

-

-

+

4. Flótti

-

-

5. Uppreisn

-/+

-/+

5. leiðir sem fólk fer, 1) langflestir hlýða, trúa á menningabundin markmið og fara eftir lögmætum leiðum 2) hafna lögmætu leiðum en reyna að aðlaga sig og reyna aðrar leiðir til að ná markmiðinu (frávikið er að bregða frá norminu) 6

-

Merton notar siðrofskenningu Durkheim til að ústkýra glæpi, afbrot verða því að það er ósamræmi milli markmiða og leiðanna að markmiðinu 3) þeir sem gefast upp á menningarlegum markmiðum, en halda áfram þessum löglegu normi, að mennta sig etc, en sækjast ekki eftir ameríska draumnum 4) þeir sem hafna markmiðunum og löglegu leiðum að markmiðinu, geta verið á sem gefast upp á þessu, gefa skít, t.d. rónar 5) baráttufólk sem vilja breyta kerfinu, t.d anarkistar, pönkarar Kenning James Colemans um félagsauð (social capital) • Félagslegar formgerðir sem auðvelda tilteknar athafnir eða gera þær mögulegar • Tegundir félagsauðs – Skyldur, væntingar og tiltrú – Upplýsingaleiðir – Norm og skilvirk viðurlög • ef ég prófarkales ritgerð hjá þér ætlast ég til að þú gerir það lika fyrir mig • Rætur félagsauðs eru m.a. – Félagsleg net, „umluktandi“ tengsl (social closure) – „Multiplex“ tengsl: sama fólkið er í samskiptum á fleiri en bara einum vettvangi, t.d. foreldrar, ekki aðeins samskipti í gegnum skólann heldur einnig með íþróttum, hverfasamtök etc. – Samtök, skipulagsheildir dæmi: nyc á 20. öldunni myndaðist markaður fyrir demanta, merkilegt að þeir skiptust á demöntun án formlega trygginga, byggðist fyrst og fremst á trausti. Virkaði því það var bundið við ákveðna hópa, gyðinga í Brooklyn, frekar lokað samfélag sem byggðist upp á trausti. Að mati Coleman var traustið tryggingin. Ef þú brýtur traustið missiru stöðu þina í samfélaginu. Þrjár samtímarannsóknir á félagsauði (social capital) Delhey og Newton (European Sociological Review, 2005) • Hvaða þættir móta traust í þjóðfélögum? • Alþjóðleg viðhorfakönnun í 60 löndum (World Values Survey) – „Generally speaking would you say that most people can be trusted or that you can’t be too careful in dealing with people?“

7

Hvernig raðast þjóðir með tilliti til trausts? „High-trust“ (50% +) Noregur (65) Svíþjóð (60) Danmörk (58) Holland (53) Kína (53)

„Medium-trust“ (30-50%) Finnland (49) Írland (47) Ísland (44) Japan (42) Þýskaland (39) Indland (38) Sviss (37) Ítalía (35) USA (34) Belgía (34) Austurríki (32) Bretland (30) Úkraína (31) Suður Kórea (30) Spánn (30)

„Low-trust“(10-30%) Búlgaría (29) Tékkland (29) Mexíkó (28) Albanía (27) Slóvakía (27) Dóminíkanska Lýðv. (26) Lettland (25) Króatía (25) Hvíta Rússland (24) Rússland (24) Frakkland (23) Ungverjaland (23) Eistland (22) Úrugvæ (22) Moldovía (22) Chile (21) Litháen (22) Rúmenía (19) Argentína (18) Pólland (18) Ghana (23) Azerbijan (21) Bangladesh (21) Georgía (19) Nígería (19) Pakistan (19) Slóvenía (16) Suður Afríka (16)

„No-trust“(minna en 10%) Perú (5) Brasilía (3) Makedónía (8) Filipseyjar (5) Tyrkland (5)

Hvaða þættir í formgerð samfélaga tengjast trausti? Fylgni tekjuójöfnuður (gini) -0.47 Margbreytileiki þjóðernis -0.39 Gott stjórnafar 0.60 þjóðarframleiðsla á mann 0.66 Ólíkir hagsmunir, ef það er mikill tekjuójöfnuð dregur það úr samskiptum ólíkra hópa. margbreytileiki, sjáum stóra hópa í samfélaginnu sem öðruvisi, gott stjórnafar, lög og reglur sem ráða frekar en ehv vinapólitik, aðhald á löggjafa, sanngirnirkerfi þar sem þjóðarframleiðsla er há er líklegra að meira traust þróist innan samfélags Robert Sampson o.fl. (Science, 1997) 8



Skoðuðu tíðni ofbeldisbrota í Chicago – Minna um ofbeldisbrot í hverfum þar sem óformlegt eftirlit er mikið – Hvað einkennir hverfi með lítið óformlegt eftirlit? • Tíðir búferlaflutningar • Fátækt, samþjöppun innflytjenda • Mikið af einstæðum foreldrum

Margrét Valdimarsdóttir og Jón Gunnar Bernburg (Journal of Research in Crime and Delinquency, 2015) • Skoðuðu yfir 5000 unglinga í 83 skólahverfum á Íslandi (árið 2006) • Niðurstöður – Að meðaltali einkennast skólahverfi sem hafa óhagstæða félagsgerð (þ.e. sem hafa lágar meðaltekjur, mikið af innflytjendum og marga einstæða foreldrar) af • gisnum tengslum milli foreldra í hverfinu • veikari skuldbindingu unglinga við félagsleg norm • Hærri afbrotatíðni meðal unglinga Einfalt samband Staðhæfing: Foreldrar þínir þekkja foreldra vina þinna (Svarmöguleikar: Á mjög vel við um mig, á frekar vel við um mig, á frekar illa við um mig, á mjög illa við um mig) Hópur 1: Krakkar sem eru sammála staðhæfingunni (á mjög eða frekar vel við um mig) Daglegar reykingar: 6% Hópur 2: Krakkar sem eru ósammála staðhæfingunni (á mjög eða frekar illa við um mig) Daglegar reykingar: 14% (Fjöldi í úrtaki = 6083) Óbirt gögn úr könnun á högum og líðan íslenskra grunnskólanema í 9. og 10. bekk virknikenningar eru íhaldssamar

9

Átakakenningar / átakasjónarhorn Kafli 3 í Sociology eru svipaðar virknikenningar, horfa á stórar samfélagslegar forgerðir, macro kenningarlegt sjónarhorn. En þessar félagslegu formgerðir sem átakakenningar horfa á þjónusta bara hagsmuna sumra heldur en annara. Horfir ekki á samfélagið sem ein heild, mismunandi hópar hafa mismunandi hagsmuni. Átakakenningar - almenn einkenni • Hagsmunir hópa ekki einsleitir: stéttir, þjóðernisminnihlutar, kynferði, o.fl. • Formgerðir samfélagsins mótast af valdahagsmunum - Formgerðirnar viðhalda völdum, yfirráðum • Menning mótast af völdum, yfirráðum - „Hugmyndafræðileg yfirráð“ (hegemony) • „Praxis“ - Karl Marx „The philosophers have interpreted the world in various ways, the point however is to change it“ (bls. 74 í Giddens og Sutton) afhjúpa óréttlæti og draga úr því, hugsjónafólk sem vill bæta samfélagið, leiða að jafnrétti etc Karl Marx (Marx og Engels) • Söguleg efnishyggja (historical materialism) - fyrsta lagi: að breytingar í formgerð efnahagslífsins er megin hreyfiafl sögunnar, efnahagslífið keyrir samfélagið áfram og breytingar stuðla að breytingum í samfélagsgerðinni. o skoðar i sögulegu tilliti, hann sér að stéttar aðstæður eru miðlaðar?, stétta andstður í gegnum söguna, frjálsir vs þrælar etc. Átökin enda alltaf í byltingu í gegnum söguna, eða upplausn kerfisins. t.d. franska byltingin - öðru lagi: lögmál markaðins tekur við af hefðum og siðum. nýja kerfið er á stærri skala, mikil framleiðslugeta • Kapítalismi – framleiðslutækin (mode of production) og tvær stéttir - kapítalismi í anda marx: er kerfi þar sem framleiðslutækin eru í einkaeign, ferkar en í eigu fjöldans. greinamunur á auðvaldeigendur og öreigana (vinnuaflið). Mikill stéttamunur myndast 10









• •



Kerfið er stórkostlegt kerfi, þVí það býr til gríðalega skilvirkni og verðmæta sköpun Arðrán (exploitation) - vinnuaflið þarf að selja tímann sinn sem er i verksmiðjunum +i sínu starfi. Vinnuaflið fær borgað ehv framfærslu til að lifa af, þeim er abra borgað nóg til að lifa í samfélaginu og ekki meira en það. En á sama tima græðir kapítalistinn meira og meira. Arðrán felur þá í sér t.d. 10 timar að búa til vöru Þá fær sá sem bjó til vöruna, kannski virði 5 vinnustunda, en auðvaldið tekur 5 klukkustundir af virðinu. Hlutfallslega fær kapítalisitinn stærri hluta af kökunni miða við vinnuaflið á bak við vöruna. Samþjöppun auðmagns (concentration of capital) - verður í kjölfari arðráns. þeir sem eiga verða sterkar og ríkari, kaupa fleirir verksmiðjur, meðan verkfólki situr eftir, situr langa vinnudaga - auðmagnið ríkari og ríkari, lágstéttin helst fátæk Firring (alienation) - verkafólkið sem byr til vöruna upplifun þess að þeir hafi ekki búið til vöruna. Því það er búið að búta niður vöruna og sjá þá ekki vöruna í heild. - vinnuaflið fær ekki tækirfæri til að beita færni, starfið er einhæft, endurtekningar, leiðinlegt og firrt. Samvinna sem þekktist í fyrri tima er tekin í burtu og er einhæft. - tilgangsleysi, ekkert gildi í starfi Samkeppni (competition) - viðheldur fátæktinni, kapítalistar eru í samkeppni við aðra kapítalista Hugmyndafræði (ideology) - hugmyndafræði sem tekur völd, ehv menninga sem endurspegla þeirra sem eiga. spillin í lögum, hafa áhrif á þá sem setja lögin til að lögin henti þeim og þeir geta grætt meira Bylting (revolution) - Marx telur að á endanum verði bylting, öreigar allra landa sameinast, rísa upp og berjast gegn auðvaldinu, bylta kerfinu og óréttlætinu sem kerfið er búið að festa í form

Marx vildi skoða hagkerfið, sögu samfélagsins með vísindlegum hætti, hvernig það hefur áhrif á hugsun og hugmyndafræði hverns tima. Skoða samfélagsbreytingarnar. Iðnvæðing leiddi að framleiðslu aukningi sem gjörbreytti efnahagskerfinu. öðru lagi hnyggnun og dregur úr mikilvægi ymissa annara eininga, á borð við fjöldskyl...


Similar Free PDFs