Hugtök úr sögu sálfræðinnar PDF

Title Hugtök úr sögu sálfræðinnar
Author Ísabella Sigurðardóttir
Course saga sálfræðinnar
Institution Háskóli Íslands
Pages 13
File Size 304.4 KB
File Type PDF
Total Downloads 18
Total Views 38

Summary

Aðgerðarhyggja (operationism) Aðgerðarhyggja er framhyggjulausn til að tryggja hámarkshlutlægni. Hugtök fela alltaf í sér ein- hvern aukafarangur. Merking hugtaks er mæling þess, t. er greind þá bara það sem mælist á grein- darprófi, ekkert meir en það og kom Percy Bridgman fram með hana. Hann sagði...


Description

Aðgerðarhyggja (operationism) Aðgerðarhyggja er framhyggjulausn til að tryggja hámarkshlutlægni. Hugtök fela alltaf í sér einhvern aukafarangur. Merking hugtaks er mæling þess, t.d. er greind þá bara það sem mælist á greindarprófi, ekkert meir en það og kom Percy Bridgman fram með hana. Hann sagði að hugtök sem notuð væru til skýringar á fyrirbærum væru oft oftúlkuð. Hann stakk þa upp á því að bræða saman aðferð og kenningu með aðgerðarhyggju. Merking hugtakstins fer þessvegna eftir aðgerðunum sem eru notaðar til þess að mæla það. Þetta átti að tryggja örugg tengsl milli kenningar og veruleika. Það sem gerist þá er til dæmis að hætta á oftúlkun og röngum augljósum forsendum minnkar, hættan minnkar á þvi að vísindafólk tali hvert framhjá öðru þegar það heldur að það sé að ræða sama hlutinn, með tímanum má vona að tvímæli og óþarfa karp minnki í vísindalegri umræðu þegar ein, stöðluð og samþykkt merking gildir. En vandinn er sá að mæling á þessum forsendum er ekki lengur normaltífur. Gagnrýniá aðgerðarhyggju var hinsvegar sú að Ekkert viðmið er til leiðréttingar á rangri mælingu eða til að bera saman misgóðar mælingar, en ef mæling hugtaks jafngildir skilgreiningu á hugtakinu þá eru engin viðmið til um hvprt mæling sé góð eða slæm, rétt eða röng. Þá er ekki nein raunveruleg lengd sem getur skorið úr því hvort sé betra að mæla lengd með teyju eða tommustokk. Hugmynd Bridgmans varð ekki langlíf. Það er óraunhæft að ætla að mæla hugtök (náttúrufyrirbæri) beint, án viðmiða eða forskilnings. Mæling styðst alltaf við ehv viðmið, ehv samhengi, ehv hugmynd um gott mat, og ehv hugmynd um hvað felst í hugtakinu, hún er normaltíf

Aðgerðarhyggja Bridgmans andspænis aðgerðarhyggju ný-atferlissinna Bridgman sagði að hugtök sem notuð væru til skýringar á fyrirbærum væru oft oftúlkuð, dæmi: mæling á rými fæli ekki í sér neitt annað en mælingu á þessu rými við þessar aðstæður með þessu tæki en við höfum samkvæmt honum tilhneigingu til að halda að þetta eigi þá við allstaðar. Hann stakk þa upp á því að bræða saman aðferð og kenningu með aðgerðarhyggju. Hún gengur út á því að skilgreina ekki hugtök né leggja í þau merkingu umfram þá sem býr í mælingu þeirra. Hugtak hefur sem sagt enga merkingu nema mælingu sína. Merking hugtakstins fer þessvegna eftir aðgerðunum sem eru notaðar til þess að mæla það. Þetta átti að tryggja örugg tengsl milli kenningar og veruleika. Það sem gerist þá er til dæmis að hætta á oftúlkun og röngum augljósum forsendum minnkar, hættan minnkar á þvi að vísindafólk tali hvert framhjá öðru þegar það heldur að það sé að ræða sama hlutinn. Aðgerðarhyggja nýatferlisstefnunnar ver ekki jafn eitilhörð verkfærahyggja. Regla hennar um aðgerðarbundna skilgreiningu er: Hugtök skal skilgreina með því að tilgreina þær hlutlægu aðgerðir sem notaðar eru til að mæla það. Hlutlægni er þarna nálægt því að merkja aðgerir sem eru efnilslegar og beilínis skiljanlegar. Þetta víkur frá aðgerðarhyggju Bridgmans þannig að þó að hugtak sé vissulega skilgreint með hlutlægum mæliaðgerðum eru mæliaðgerðirnar ekki eina merking hugtaksins, ekki eina mögulega skilgreiningin. Greind er þá ekki bara (að hætti Bridgemans) „það sem greindarprófið í þessari rannsókn mælir“ heldur (hjá nyatferlismönnum) mannleg geta til að lagast að umhverfi með vitsmunalegr aðferð – eða einhver önnur skilgreining – og greindarprófið er „nálgun“ á þetta hugtak.

Aðlögunar- eða úrvalsskýring (adaptative-selectionist explanation)

Úrvals- og aðlögunarskýringar komu fram og efldust í sálfræði í lok 19. aldar. Ekki er ljóst hvort sú hefð kemur beinlínis frá Darwin, eða hvort hún lá í tíðarandanum. Brentanó og íbyggni Brentano (1838-1917) var sérfræðingur í Aristóteles og fyrirrennari sálfræðinga og heimspekinga í fyrirbærafræði, þar er áhersla lögð á að sálfræði eigi að vera lýsandi frekar en skýrandi. Hann var til dæmis kennari Husserls og Freuds. Brentano var kaþólskur og skilgreindi einkenni hugans eftir eftirlætis fræðum kaþólikka, Aristótelesi og helgum Tómasi eb einkenni hans er útmiðun eða íbyggni en það er sá eiginleiki hugans að vera um eitthvað annað en sjálft sig.. Sálarlíf beinist að einhverji , en gull er gull og ekki um annað og rós er rós er rós en sálarlíf er um eitthvað: vilji til eunhvers, hugun um eitthvað en maður trúir einhverfju og langar eitthvað. Samkvæmt Brentanó er skynjun og hugsun eitthvað sem maður gerir en ekki eitthvað sem kemur fyrir mann, heyrn og sjón eru ekki hljóð og myndir í huga heldur hluti af aðgerð. Þessi skilgreining-einkenning á huganum er nútímalegt skref frá Descartes um að megineinkenni hugar sé innilokun í einkaheimi þar sem hann virðir fyrir sér reynslumyndir. Brjóstvitssálfræði skoska skólans (common sense psychology) Brjóstvitssálfræði er skorsk sálfræði um að við skynjum hlutina hreynlega eins og þeir eru, sjáum heiminn einsog hann raunverulega er og þessi skilingsgáfa okkar á honum kemur frá guði, heimurinn er bara nálvæmlega einsog við skynjum hann, engin þörf á tengslahyggju eða skrýtnum kenningum. Þetta er sterk tvíhyggja líkama og hugar. Skynjun og skilningur er ekki viðfangsefni sundur greinandi kenninga um tengsl og ímyndir heldur færni sem Guð gaf mönnum til að komast að hinu sanna um heiminn. Sálfræðin er svar við ensku raunhyggjunni. Sálfræðin telur að hugur og heimur sé í raun og veru til og hafði mikil áhrif í BNA og svipar til nútíma viðhorfa í sálfræði. Helsti talsmaður stefnunnar var Thomas Reid. Hann gagnrýndi eindahyggju, efahyggju Hume og tengslasálfræðina. Reid treysti skynjun og gerði greinarmun á sensation og perception í örvun. Hann afneitaði tauga-eða vélrænum skýringum á skynjun og taldi þær ekki ná til íbyggni.. Eðlistvíhyggja (substance dualism) Í eðlistvíhyggju erum við að tala um sama heiminn, efnisheimur og sálarheimur er sem sagt sami heimurinn hinsvegar geta mismunandi efni í heiminum haft mismunandi eiginleika og getum við talað um þessa eiginleika sem spretta fram úr efninu sem einhverskonar sál. Hægt er að líkja þessu við bók en hún er samsett úr blaðsíðum sem og bleki sem mynda einhversskonar tákn en sagan sem táknin segja er er eðlisólík en blekið, blaðsíðurnar og lögun táknanna er af allt öðurm toga. Þannig vissulega er um tvíhyggju að ræða þar sem eiginleikar bókarinnar er framvinda sögunnar/upplýsingarnar sem stafir hennar tjá. Formhyggja (formalismi) Formhyggja er stefna þar sem heiminn má best skýra með tilliti til óhkutstæðra, rökfræðilegra, stærðfræðilegra,… vensla. Vensl sem eru á milli fyrirbæra. Formhyggjumennirnir aðhyltust formhyggju og trúðu því að heiminn mætti best skýra með tilliti til óhlutstæðra vensla af einu eða öðru tagi, þeit áttu það sameiginlegt að efast um áreiðanleika skynjunar okkar og treysta frekar rökum til þess að afhjúpa raunverulegt eðli heimsins. Dæmi um formhyggjumenn eru Parmenídes, Zenon og Pýþagóras. Parmenídes er iðulega talinn upphafsmaður rökræðunnar. Zenon er þekktastur fyrir þversagnir sínar og Pýþagóras gekk lengst af þessum formhyggjumönnum, trúði því ekki aðeins að eðli heimsins mætti finna með tilliti til óhlutstæðra rökfræðilegra vensla, eins og Parmenídes og Zenon heldur væri eðli heimsins í raun óhlutstætt þegar öllu væri á botninn hvolft. Þannig veruleikinn væri stærðfræðilegur.

Framhyggja (positivism) Augusti Comte, faðir félagsfræðinnar setti framhyggju fram sem aðferðafræði. Framhyggja segir að besta mögulega þekkingin fáist með því að skoða tengsl breyta. Raunvísindin séu til að veita manninum aukna þekkingu. Framhyggja felur í sér að einungis er hægt að komast að sannleikanum um fyrirbæri með því að athuga veruleikann hlutlægt, safna gögnum og þekkingu á vísindalegan hátt. Framhyggjumenn telja vísindi eiga að spá fyrir um, stjórna og lýsa fyrirbærum. Þessir punktar voru 3 skilyrði fyrir góðrar kenningar. Framhyggjumenn vilja búa til lögmál og kenningar út frá beinum athugunum og hafna því að hugur er til. Vísindi samkvæmt framhyggjunni byggist á tilleiðslu aðferðinni. Framhyggjan spyr hvað gerðist frekar en hvers vegna. Hlutlæg lýsing á breytum og fylgni á milli þeirra ásamt forspá og stjórnun er mikilvægt í aðferð í framhyggjunni. Hún er ógagnrýnd reynsluhyggja með einskorðun á mælanlegum fyrirbærum. Framhyggjan hafði mikil áhrif á atferlisstefnuna, þá sérstaklega Watson, og hvernig vísindi eru nú til dags. Framhyggja er dæmi um vinsæla verfærahyggju. Algengir fylgifiskar eru framfarahyggja og vísindahyggja

Framþróunarhyggja (progressivism) Þróun er lögmálsbundin (determined), náttúrleg (natural), frá því frumstæða til hins æðra. Andstæðan: Þróun verður ekki í sérstaka átt á altækum gæðaskala. Leiðir alltaf af sér betri og betri tegundir. Hugmyndin er að þróun sé lögmálsbundin, frá því sem er frumstætt og óskipulagt, til hins æðra og skipulega. Andstæðan við það er að þróun fari ekki í neina skipulagða átt, breytingar verða en ekki í neina sérstaka átt, myndum kalla það andstöðu framþróunarhyggjunnar. Framþróunarhyggja er mjög algeng, að heimurinn sé að þróast til hins betra, okkur þykir hugmyndin um eh annan heim sem þróast ekki þannig væri skrítinn. Kenning Darwin gerir ekki ráð fyrir framþróun, hún er bara að lagast að umhverfinu. Umhverfið breytist og þá verður þróaða lífveran allt í einu orðin vanþróuð eða illa aðlöguð. Jean- Baptiste Lamarck setti fram þróunarkenningu um erfðir áuninna eiginleika sem skýra hvernig lífverur verða sífellt fullkomnari og hæfari til þess að þrífast í umhverfi sínu og er það einnig ákveðin framþróunarhyggja

Frumlegir og annarlegir eiginleikar (primary and secondary qualities) Líkt og Newton, Galilei og Descartes, gerði Locke ráð fyrir frumlegum eiginleikum fyrirbæra eins og form, stærð, hreyfing sem búa í fyrirbærunum sjálfum og svo annarlegum eiginleikum fyrirbæra eins og lit, bragð, sem er tilkomið vegna skynfæra okkar og gagnverki hugans. Frumlegir eiginleikar eru eins fyrir öllum en annarlegir eiginleikar eru misjafnir milli manna. Locke taldi þenn mun felast í því að fyrirbæri hafa mismikinn kraft eða mátt til þess að vekja með okkur hugmyndir: Fyrirbæri hafa í raun einungis frumlega eiginleika (sem eru grundvöllur hugmynda okkar um þá) en ekki annarlega eiginleika—nema að því leyti sem þau búa yfir einhverjum mætti sem er valdur að hugmyndum okkar. S.s. sumir hlutir búa yfir einhverskonar krafti sem lætur hugann okkar skynja, eins og td litur. Locke taldi því að hugmyndir okkar um frumlega eiginleika svipi til raunveruleikans en hugmyndir okkar um annarlega eiginleika ( sem eru tilkomin vegna þess að þessi fyrirbæri sem við erum að skynja hafa einhvern mátt til þess að vekja með okkur lsíkar hugmyndir) ættu ekki nein nauðsynleg líkindi í veruleikanum. Til dæmis litur, við sjáum rautt ef við sjaum ehv raðua hluti en það er ekkert rautt endilega í hlutnum heldur hafa fyrirbærun þann eighnleika að varpa ljósi með bylgjulengdum sem verður til þess að við upplifum þennan annarlega eiginleika sem er liturinn.

Hluthyggja (realism) Hluthyggja, stundum kölluð raunhyggja er ein af afstöðum gegn ómælanlegum fyrirbærum. Í

forngrískri heimspeki voru það Plato og Aristóteles sem settu fyrst fram hugtakið um hluthyggju en samkvæmt henni geta fyrirbæri verið raunveruleg þrátt fyrir að vera ekki raunprófanleg, að þau séu rauneruleg þó við getum ekki sannreynt eða afsannað þau. Til eru nokkrar tegundir af raunhyggju. Dæmi um það er vísindaleg raunhyggja. Sú kenning segir að það sem skoðað er með vísindum, t.d. atóm, eru raunverulega til þrátt fyrir að við sjáum þau ekki. Einnig lýsti Galileó Galilei þróun sinni á sólmiðjukenningunni með raunhyggju, þar sem hann sagði hlutina vera nákvæmlega eins og kenningin segir. Hluthyggja er fyrst og fremst frumpekilegt hugtak: staðhæfing um heiminn. Fyrst og fremst afstaða um samsvörun hugtakar við veröld. Getum sagt að hugtök okkar samsvari veruleikanum amk í grófum dráttum. Sammsvörunarkenningin um sannleikann er hluthyggja: Felst í því að orð okkar samsvara veruleikann. Dæmi: “Sibbi braut rúðu” er sönn ef og aðeins ef Sibbi braut rúðu í raun og veru. Höfuðlagsfræði (phrenology) Franz Joseph Gall (1758-1828), læknir og líffærafræðingur frá Vín, fann upp höfuðlagsfræði. Hann taldi að það væri hægt að skýra og spá fyrir um hegðun og frammistöðu með mælingum á höfuðlagi (cranioscopy) – og það betur en á grundvelli menntunar eða umhverfis. Hann sem sagt heldur því fram að sálrænir eiginleikar ráðast af staðbundnum svæðum í heila. Stærð svæðisins og þar með þroskastigið má meta af stærð og lögun samsvarandi hluta höfuðkúpunnar. Gall taldi að hægt væri að skýra hegðun og frammistöðu ásamt því að spá henni með höfuðlagsmælingum. Gall og félagar réðust gegn öllu sem að gengu gegn höfuðlagsfræði og settu extra mikinn fókus á allt sem að gat talist sem jákvæð tilvik í tilleiðslu þeirra. Gall sagði að heilinn væri með mismunandi svæði og starfaði ekki sem ein heild. Höfuðlagsfræði fékk lítinn stuðning af raunvísum prófunum en varð tískufyrirbrigði í USA. Eins konar iðnaður blómstraði um þessar hugmyndir og tórir jafnvel enn í kimum popp-sálfræðinnar Huggrip (apperception) Lykilhugtak um eðli sálarlífs bæði um vitneskju og vilja er huggrip. En Wundt sagði að þau greina mannshug frá dýrahug og forskot manna felst í samræmandi, samþættandi sjálfi sem mótar og drifur hugann í skapandi sameiningu. Hann þróast eins og heiladingull, hann stjórnar kerfinu sem hann stjórnar.Huggrip eru kerfisbundið stjórnkerfi skynjunar og tilfinninga sem hefur þróast með manninum, en hann stjórnar virundaferlum en ekki dýrum. Skyntúlkun, hugsun og minni eru háð huggripum, öll samvitund sem gerir þróun tungumáls, táknmynda og siða mögulega. Þau skapa meðvitað hugarástand með sakapandi samþættingu á athygli á skynjunum og tilfinningum. Huggrip eru vitundarferli sem ferlum eins og til dæmis heilavitund, tímaskyni og rúmskyni. Hugtakið er haft til skýringar á samhengi í vitundinni og afhverju hún er heil og samstillt. Sálfræði Wundts er um viljastýringu, að vilji- styrkur eða ferli- sé grunnur að skipulagi æðri hugarferla úr grunnferlum. Sálfræði Wundts er ekki stirð eindahyggja.

Hugræna byltingin (cognitive revolution) Það sem gerist þegar við missum áhugan á atferlissálfræði og flytjum okkur yfir í þessa hugrænu

sálfræði sem gerðist hægt um miðja öldina, er svokölluð hugræna byltingin. Hún markar mikilvæga afstöðubreytingu gagnvart hugrænum fyrirbærum og ferlum, sem felst í höfnun á aðgerðarbindingum. Hugfræðinni fannst t.d. allt í lagi að tala um hugræn ferli án þess að hafa nokkuð til þess að aðgerðarbinda það við. Í stað aðgerðarbundinar merkingar hugrænna fyrirbæra og ferla í meðför atferlishyggjumanna, er merking slíks oft algjörlega sjálfstæð hjá hugrænum sálfræðingum. Enn fremur skortir hugræn fyrirbæri alla íbyggni (innihald) meðal atferlishyggjumanna (fyrir utan hugarkort Tolmans) en gegnir oft mikilvægu hlutverki í kenningum hugrænna sálfræðinga. Það er stór munur á arferlishyggju og hugrænnar sálfræði sem felst í því að skýringar, forspá og stjórnun (mælanlegrar) hegðunar er ekki eina markmiðið hjá hugrænni sálfræði, hefður eru hugræn fyrirbæri og ferlar einnig viðfangsefni. Í hugrænni sálfræði er það ekki bara hegðun heldur líka það sem er að gerast á bakvið tjöldin (hugræn). Þrátt fyrir að sumir atferlishyggjumenn hafi notað ýmiskonar hugræn fyrirbæri í skýringum sínum á hegðun, þá leituðu þeir aldrei virkilega skýringa á hugrænum fyrirbærum eða ferlum.Gagnrýni á hugræna sálfræði: Gagnrýnin er á huglægnistilhneigingar, ofuráherslu á vitsmunavinnslu og rökhugsun, sundurleitni fagsins og skort á heildarsýn, ferkantaðar tilraunastofurannsóknir, vangetu atferlisgagna til að útkljá ágreining, fjarlægð venjulegra tölvulíkana frá taugafræðilegum veruleika. Er hugræn sálfræði afturhvarf til formgerðarhyggju Titchiners? eða til manngervigar Romanesar? Lá hugræn sálfræði í dvala á fyrri hluta 20.alda r? Innskoðun (experimental introspection) Leipzig-líkanið er aðferð Wundts við innskoðun og skiptist í tvær leiðir að innskoðun. Sú fyrri var kölluð innri skynjun eða innskoðun. Þetta svipaði til aðferða Locke við að horfa inn í hugann og sjá hvaða hugmyndir hægt er að álykta um starfsemi sálarlífsins. Hin aðferðin, sú sem Wundt aðhylltist, kallaðist tilraunainnskoðun – innskoðun við tilraunaaðstæður. Þessar aðstæður væri góður kostur þar sem þær bjóða upp afmörkun og auðveldara er að beita innskoðun. Tilraunainnskoðun er kerfisbundin lýsing þátttakenda á áreitum sem birtast þeim við strangar tilraunaaðstæður. Innskoðari lýsir eigin skynreynslu óháð túlkun og fyrri reynslu og áherslan er á beina meðvitaða reynslu. Tilraunainnskoðun fjallar því um beina vitundarreynslu sem er óháð reynslu af ytri heimi. Grunnhugmyndina má rekja til afstöðu heimspekinga (sbr. Descartes) um að fólk hafi beinan aðgang að eigin hugskoti. En með tilraunainnskoðun er heimspekitúlkun á eigin reynslu hafnað og gagnasöfnun bundin við kerfisbundna þjálfun og tilraunasnið. Endurtekt og sammæli (áreiðanleiki) átti að réttlæta gögnin( það er að segja að menn fengu það sama út í dag og á morgun, að kalli fengi það sama út og Jonni, áreiðanleiki matsmanna)) Ef nákvæm birting áreita leiðir alltaf til sömu viðbragða má ætla að upplýsingarnar séu áreiðanlegar. En var það svo? Ef hugur er aðeins opinn eigandanum – hvernig á þá að segja honum til, þjálfa hann, leiðrétta hann? Niðurstöður geta eins verið tilbúningur (artifact) þjálfunarinnar eins og réttmæt lýsing.

Kínverska herbergið (Chinese room) Donald Broadbent bjó til Turing prófið sem í stuttu máli að átti að sannreyna að tölvur væri greindar

.John Searle setti fram gagnrýni á Turing prófið, og kallaði hana Kínaherbergið, en það sýndi fram árangur Turing prófsins án þess að nokur skilningur búi að baki, heldur bara einföld fylgd reglna. Tilraunin gengur út að við ímyndum okkur að við séum í lokuðu herbergi og það er bara einn hleri til að koma inn skrifuðum upplýsingum og maður stingur inn texta á kínversku og fáum út þýðingu á íslensku. Svo kíkjum við inní herbergið og þar er bara íslendingur sem kann ekki kínversku en á ofboðslega fína frasa orðabók og allt sem hann gerir er að fletta upp í bókinni sinni. Núna viljum við draga það til baka að viðkomandi kunni kínversku og Searle vill meina að Turing prófið sé um það sama. Þessi gagnrýni var þungt högg fyrir hugmyndina um sterka gervigreind (strong AI), þeirri hugmynd að greindarleg hegðun sé mælikvarði á raunverulegri greind, en skilur samt eftir nægt rúm fyrir svokallaða veika gervigreind (weak AI), þeirri hugmynd að nota megi tölvur til hugrænna rannsókna og framkvæma ýmiskonar verk sem myndu krefjast greindar ef þau væru framkvæmd af mönnum. Lögmál Morgans (Morgan‘s Canon) Cowdy Lloyd Morgan var gagnrýninn á aðferðir Romanes og hélt því fram – líkt og Ockhams – að manni væri hollast að ætla ekki dýrum greind nema slíkt væri nauðsynlegt. Morgan er þekktastur fyrir aðferðarreglu sína, Morgan‘s Canon sem segir í raun að þegar við fylgjumst með fólki/dýrum þá eigum við ekki að ætla þeim greind, ef það er hægt að útskýra hegðunina með einhverskonar sálfræðilegu gangverki sem er einfaldara þá eigum við að gera það frekar. Eins og Rakhnífur Ockhams segir, heimurinn er flókinn og réttari kenningin er ekki sú flóknasta – ef í boði er einfaldari kenning sem segir basicly það sama, þá tekuru hana. Morgan gerði sér grein fyrir því að stundum er raunveruleikinn fólkinn og skýringar þurfa að vera dálítið flóknar. En það þarf sérstök rök til þess að velja flóknar skýringar umfram hinar einfaldari. Samkvæmt Morgan átti reglan hans við mannlega hegðun á sama hátt og hegðun dýra, sem atferlishyggjumenn á tuttugustu öld áttu eftir að taka full bókstaflega... svo þeir urðu fyrir miklum áhrifum frá Morgan. Markhyggja (teleology)/ Teologia Markhyggja var upphaflega sett fram af Aristótelesi og segir öll náttúruleg ferli vera útskýrð með einhverju markmiðsástandi – allt stefni að einhverju. Markhyggja Aristotelesar er samofin orsakaskýringum hans, þ.e. tilgangsorsökum – sem segja til um tilgang einhvers fyrirbæris. Markhyggja skiptist í innan- eða utankerfis markhyggju. Innri markhyggja er þegar þróun er talin vera markviss skv. Náttúrulegum innan-kerfis vilja. Veröldin er talin vera óstöðug og breytanleg. Þessari gerð af markhyggju var tekið vel fyrir utan kirkjunnar og falið siðrænt, frumspekilegt gildi. Ytri markhyggja er þegar þróun er talin háð yfirnáttúrulegum (guðlegum vilja) kröftum. Kirkjan dýrkaði þetta. Markhyggjunni hefur verið hafnað af flestum vísindamö...


Similar Free PDFs